top of page

Ágústa Margrét Arnardóttir

Meðstjórnandi hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Águstaogfjölskyda.jpg

Hæglætis áherslur mínar eru að finna innri ró og að vera lognið í stormum lífsins.

 

Þegar hraðinn, áreitið og kröfurnar verða meiri en ég ræð við tapa ég sjálfri mér- glata gildum mínum og því sem ég vil rauverulega vera og gera. Þá myndast ójafnvægi, álag og streita sem ég verð að forðast. Ég met mig, fólkið mitt og lífið of mikið til að láta það renna mér úr greipum í rússibanareiðinni sem lífið er oft.

Ég vil lifa hæglætislífi til að stjórna hraða og áfnagastöðum rússíbanans sjálf.

Ágústameðlitlu.jpg

Ég starfa sem mannauðsstjóri á 80 manna vinnustað, sem kennari á unglingastigi Djúpavogsskóla og er sjálfstætt starfandi markþjálfi. Ég býð einnig upp á ýmiss konar námskeið og ráðgjöf, sérstaklega í tengslum við vellíðan, valdeflingu og virðingarrík samskipti. Ekki síst tengt uppeldi og fjölskyldulífi. 

Ég bý í hæglætisbænum Djúpavogi með manni mínum og börnunum okkar fimm. Heimilið okkar ber þess merki að hér er líf og fjör. Við elskum að skapa og leika okkur og gerum það bæði innandyra, í garðinum okkar og stórbrotinni náttúru allt í kringum okkur. Einnig elskum við að ferðast, jafnt innanlands og utan og sækjum þá í villta náttúruna.   

Ég hef áhuga á öllu sem tengist sjálfsrækt, samskiptum og uppeldi. Ég elska að ferðast og búa mér til ævintýri. Einnig er ég algjörlega forfallinn „föndrari“: prjóna, hekla, hnýti, skrifa, skissa og bara allt skapandi.

Ágústaogbörn.jpg
Águstakajak.jpg

Ég held úti samfélagsmiðlum til að kynna þjónustu mína og til að deila þekkingu minni, reynslu og því sem hefur hjálpar mér að öðlast betra líf. Það hjálpar mér alveg gríðarlega mikið í minni sjálfsrækt að skrifa og miðlarnir eru frábær vettvangur í það.

www.agustamargret.com

Ágústa Margrét Markþjálfi

á facebook og instagram.

Og fjölskylduferðamiðillinn okkar er www.instagram,com/icelandicadventurefamily 

 

 

aðalmynd.png

Sími

8631475

Netfang

Miðlar

  • Facebook
  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
  • Instagram
bottom of page