top of page

Sólveig María 

Svavarsdóttir

Varaformaður hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er menntaður grunnskólakennari, sjómannsfrú og mamma fjögurra barna. Hef síðastliðin ár verið heimavinnandi og lagt áherslu á að lifa hægt og eyða miklum tíma með mínum nánustu. Við búum í draumaheimili okkar í Mosfellsbæ.

Áhugamál mín eru uppeldi, hæglæti, núvitund, sjálfsrækt, útivera, náttúran, samvera, meðvitund. kennsla og góður matur. 

Sólveig.jpeg
Sólveig á strönd.jpeg

Ég legg áherslu á að lifa hægt til þess að njóta lífsins betur. Núvitund og meðvitund eru mér ofarlega í huga. Ég tel augnablikið vera það dýrmætasta sem við eigum hverju sinni. 

 

Það að stunda hæglæti hefur aukið lífsgæði mín til muna. Ég nýt lífsins betur þegar ég er í hægum huga og líkama. Er bílstjóri í mínu eigin lífi fremur en að utanaðkomandi áreiti stjórni mér. Hæglæti er mjög gagnlegt gegn streitu, kyrrir huga og almennt heilsubætandi. Ég sé allt skýrar þegar ég er í meðvitund og á staðnum og þannig verður lífið litríkara og betra. 

Ss.jpeg

Ég held úti Instagram reikningnum utiveraogbornin og mig er að finna undir Sólveig Svavarsdóttir á facebook. 

Tilgangur samfélagsmiðla þinna: Vekja athygli á mínu hæglætislífi og sýna fólki að það er hægt að fara mismunandi leiðir í lífinu. Einnig vek ég athygli á mikilvægi samveru foreldra og barna, hvet til náttúrutengingar og  útiveru í eigin lífi og uppeldi, ásamt því að vekja athygli á sjálfsrækt og núvitund. 

155264957_439130057421601_56366051030172
154762108_458768612140002_11186153015033
aðalmynd.png

Miðlar

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page