top of page
Search
Writer's pictureHæglætishreyfingin á Íslandi

Carl Honoré á Íslandi

Laugardaginn 14. desember 2024 stóð Hæglætishreyfingin á Íslandi fyrir viðburði, segja má stórviðburði fyrir litlu hreyfinguna sem er að slíta barnsskónum, þar sem kanadíski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Carl Honoré, kom fram og hélt fyrirlestur um ávinning hæglætis. Erindi sitt kallaði hann Slow: How to Thrive in a Fast World.


Carl Honoré flytur fyrirlestur í Lögbergi. Ljósmynd: Eddi.

Erindi Carls fjallaði um hvernig hæglætishugmyndafræðin (Slow eða Slow living) getur nýst samfélaginu og skipti hann erindi sínu upp í umfjöllun um ávinning hæglætis fyrir heilsu, börn og vinnustaði.


Carl tengdi hæglætishugmyndafræðina við þrjú svið í fyrirlestri sínum, heilsu, börn og vinnu. Ljósmynd: Eddi


Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum þar sem húsfyllir var á viðburðinum og félagatal Hæglætishreyfingarinnar tvöfaldaðist og ríflega það. Við bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna.


Skemmtilegar spurningar og áhugaverðar voru bornar upp. Ljósmynd: Eddi.

Stjórn Hæglætishreyfingarinnar þakkar innilega fyrir ríkulega þátttöku gesta á fyrirlestrinum en margar áhugaverðar spurningar voru bornar upp í lok erindisins og góðar umræður sköpuðust.


Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingarinnar stýrði umræðum. Ljósmynd: Eddi.


Húsfyllir var á fyrirlestri Carl Honoré. Ljósmynd: Eddi.

Óhætt er að segja að viðstaddir hafi hrifist af skilaboðum Carl og höfum við fengið afar góða endurgjöf frá gestum. Við þökkum fyrir það.


Gestir hrifust með hæglætishvatningunni. Ljósmynd: Eddi.


Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla, hélt inngangserindi þar sem hún sagði frá Cittaslow á Djúpavogi en hún er ein þeirra sem tóku ríkan þátt í innleiðingu Cittaslow þar í bæ.


Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla sagði frá Cittaslow á Djúpavogi. Ljósmynd: Eddi.

Hæglætishreyfingin á Íslandi þakkar innilega fyrir frábærar viðtökur við heimsókn Carl Honoré til landsins og þakkar Carl fyrir afar áhugaverðan og líflegan fyrirlestur og notalega samveru.


F.v. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, ein af stofnendum Hæglætishreyfingarinnar og fyrrum stjórnarkona, Dögg Árnadóttir, meðstjórnandi, Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, varaformaður Hæglætishreyfingarinnar, Þóra Jónsdóttir, formaður Hæglætishreyfingarinnar, Carl Honoré, Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla og sérfræðingur í Cittaslow. Ljósmynd: Eddi.



Slow food samtökin kynntu starf sitt á viðburðinum. Ljósmynd: Eddi.

Hæglætishreyfingin stefnir á að standa fyrir fleiri viðburðum í framtíðinni og við hlökkum til að eiga með ykkur fleiri samverustundir. Við bjóðum áhugasömu fólki að skrá sig í Hæglætishreyfinguna hér.

89 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page